Stofnendur Stuðlafells
Stofnendur fyrirtækisins eru með áralanga reynslu í byggingageiranum og sameina krafta sína í Stuðlafell ehf.
Freyr Þórðarson: Húsasmiður með víðtæka reynslu af nýbyggingum, endurbótum og fjölbreyttum smíðaverkefnum. Freyr starfaði sem tjónamatsmaður eignatjóna um árabil og öðlaðist þar mikla þekkingu á frágangi ýmissa byggingahluta. Hann starfaði einnig sem eftirlitsaðili fasteignabygginga og við söluskoðanir fasteigna.
Ólafur Gränz: Raf- og rekstrariðnfræðingur með sérhæfingu í rafverktöku fyrir byggingar og iðnað, auk reynslu af töflusmíði og rekstri verkefna af öllum stærðum og gerðum. Ólafur hefur starfað við hin ýmsu verk, allt frá álverum, hafnarkerfum, fyrirtækjum og nýbyggingum. Hann hefur einnig reynslu af alls konar kerfisuppsetningum, ljósleiðaratenginum, o.fl.
Saman byggjum við á traustum grunni fagmennsku, nákvæmni og lausnamiðaðri hugsun. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlega þjónustu, hvort sem um ræðir nýbyggingar, húsfélög, iðnaðarverkefni, þjónustu við fyrirtæki eða smærri sérverkefni.
Við trúum því að góð samskipti, gæði í verki og ábyrg vinnubrögð séu lykillinn að árangursríkum framkvæmdum. Reynsla okkar úr tjóna- og söluskoðunum fasteigna hefur kennt okkur að gæði skipta máli. Því eru öll okkar verk traust, vönduð og fullunnin.