Önnur þjónusta
Umsjón og framkvæmdastýring
Við bjóðum upp á heildstæða umsjón með framkvæmdum svo þú getir einbeitt þér að öðru. Við sjáum um skipulag og samskipti við alla verktaka sem koma að verkinu og tryggjum að allt haldist í réttri framvindu þar til verkinu er lokið.
Við tökum að okkur verkefni fyrir einstaklinga, húsfélög og tryggingafélög, þar á meðal verk eftir tjón og sjáum um alla umsjón því tengdu.
Við sérhæfum okkur í smíðum og raflögnum, en við erum í samstarfi við trausta fagmenn og leysum því einnig önnur verk svo sem:
pípulagnir
múr- og flísalagnir
málningarvinnu
mygluþrif
niðurrif og uppbyggingu