Rafverktaka
Við bjóðum upp á heilstæða rafverktakaþjónustu fyrir heimili, húsfélög, fyrirtæki og iðnað. Hvort sem um ræðir nýjar framkvæmdir, viðhald eða bilanaleit tryggjum við faglega vinnu, öruggar lausnir og vandað verklag.
Nýlagnir
Við sjáum um allar tegundir raflagna í nýbyggingum, allt frá einföldum heimilistengingum upp í flókin iðnaðarverkefni. Við leggjum áherslu á hagkvæmar og öruggar lausnir sem standast tímans tönn.
Töflusmíði
Við sérhæfum okkur í smíði og uppsetningu rafdreifitaflna fyrir bæði byggingar og iðnað. Við bjóðum sérsniðnar lausnir sem henta hverju verkefni fyrir sig og tryggja áreiðanlega og örugga rafdreifingu.
Bilanagreining
Ef rafmagnsbúnaður bregst eða kerfi hætta að virka, finnum við vandann hratt og örugglega. Við leggjum áherslu á skilvirka greiningu og úrbætur.
Viðhald
Reglulegt viðhald raflagna og búnaðar lengir líftíma kerfa og kemur í veg fyrir dýr óhöpp. Við bjóðum viðhald fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga hvort sem um er að ræða þjónustusamninga eða stök verk.
Lagfæringar og endurbætur
Við tökum að okkur allar lagfæringar, breytingar og endurbætur á raflögnum, hvort sem er í eldra húsnæði eða á starfandi iðnaðarsvæðum. Við tryggjum að verkið sé unnið í samræmi við nýjustu reglugerðir og öryggiskröfur.