Lagfæringar eftir raka- eða mygluskemmdir

Rakaskemmdir og mygla geta valdið miklu tjóni ef ekki er brugðist hratt við. Við bjóðum faglega þjónustu við viðgerðir og endurnýjun þar sem lögð er áhersla á að finna orsökina, lagfæra tjónið og sjá til þess að það endurtaki sig ekki.


Með því að grípa tímanlega inn í er hægt að:

  • Vernda heilsu heimilisfólks eða starfsmanna

  • Koma í veg fyrir að skemmdir stækki eða versni

  • Halda húsnæði og eignum í verðmæti

Við sjáum um:

  • Greiningu á tjóni og ráðgjöf um næstu skref

  • Niðurrif og förgun á ónýtu byggingarefni

  • Mygluhreinsun og afmörkun svæðis til að hindra útbreiðslu

  • Endurnýjun á öllum þeim byggingahlutum sem hafa orðið fyrir skemmdum


Rakaskemmdir

Rakaskemmdir geta komið upp af mörgum ástæðum svo sem vegna lélegs frárennslis, skort á öndun eða lélegrar einangrunar. Slíkt getur haft áhrif á bæði útlit og heilnæmi rýmisins.

Við bjóðum faglega aðstoð við að bregðast við rakavandamálum, allt frá fyrstu skoðun til fullbúinnar lausnar. Með réttri greiningu og meðhöndlun tryggjum við að raki valdi ekki frekara tjóni eða aukakostnaði.

Markmiðið okkar er að endurheimta heilbrigt og öruggt rými sem stenst íslenskt veðurfar og daglegt álag.

Myglutjón

Við bjóðum upp á örugga og faglega vinnu við meðhöndlun myglu. Við leggjum áherslu á að staðsetja rót vandans og koma þannig í veg fyrir að tjón endurtaki sig.

Með okkar aðstoð færðu heilnæmt og öruggt umhverfi þar sem þú getur verið róleg/ur um að mygluvandinn sé úr sögunni.